spot_img
HomeFréttirLogi Gunnarsson: Fer til reynslu í Ungverjalandi

Logi Gunnarsson: Fer til reynslu í Ungverjalandi

12:32

{mosimage} 

Forsvarsmenn ungverska körfuknattleiksliðsins Nyiregyhazi hafa fylgst vel með landsliðsmanninum Loga Gunnarssyni í sumar og hafa boðið honum að koma til reynslu hjá félaginu í tvær vikur. Logi heldur beina leið til Ungverjalands frá Austurríki en íslenska landsliðið heldur á morgun til Austurríkis og leikur gegn heimamönnum á laugardag. 

„Ég mun semja við félagið ef allt gengur eftir og ég lít á þetta sem gott skref upp á við á mínum ferli,“ sagði Logi sem lék í þýsku 2. deildinni á síðustu leiktíð með Bayreuth. Logi er að fara til reynslu hjá Nyiregyhazi sem lauk keppni í 11. sæti efstu deildar þar í landi, liðið lék 26 leiki, tapaði 15 og vann 11.

 

„Ungverska deildin er mun sterkari en önnur deildin í Þýskalandi og þetta er það sem ég vil halda áfram að gera, taka skref upp á við,“ sagði Logi sem setti niður 23 stig gegn Lúxemburg í Sláturhúsinu í gærkvöldi.

 

Spænska liðið Huelva, sem leikur í næst efstu deild á Spáni, hefur einnig sýnt Loga áhuga og honum býðst einnig að fara þangað til reynslu en Logi mun fyrst halda til Ungverjalands og kanna þar aðstæður.

 

Frétt og mynd af www.vf.is

Fréttir
- Auglýsing -