spot_img
HomeFréttirLitháar halda götuboltamót

Litháar halda götuboltamót

13:34

{mosimage}

24. maí næstkomandi fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrsta 3 á 3 (streetball) mót Litháa á Íslandi. Aðalmaðurinn á bakvið þetta mót er Algirdas Slapikas sem búið hefur á Íslandi í 10 ár.

Í tilkynningu frá Algirdas segir: ”Við hvetjum alla Litháa til að taka þátt í þessu móti sem leikmenn eða áhorfendur. Keppt verður 3 á móti 3 í riðlum og margt annað verður í gangi. Áhorfendur geta tekið þátt í 3 stiga og vítakeppni.Veitt verða verðlaun fyrir besta lið, leikmann, 3 stiga og vítakeppni bæði í kvenna og karla flokki.Leikreglur og skráning er að finna á heimasíðu litháiska íslenska félagsins http://ltis.org/index.php?p=100&lang=8&i=27

Nýbúaútvarpið ætlar að lýsa mótinu á fm97,2.

Markmið þessa móts er að virkja íþróttahreyfingu Litháa á Íslandi og finna besta lið Litháa í götubolta 2009.

Einnig að hvetja Litháa, sem hafa áhuga á körfubolta til að koma saman og í framtíðinni safna í nokkur lið sem geta tekið þátt í öðrum körfuboltamótum hér á landi.

Litháen er körfubolta land og við kunnum að spila körfu!

Ef spurningar koma upp á endilega hafið samband með Algirdas Slapikas í síma +354-6636268 eða á netfangi [email protected]

Mynd: Algirdas Slapikas

Fréttir
- Auglýsing -