Sjöunda umferð Iceland Express deildar karla hefst í kvöld með þremur leikjum og hefjast þeir allir kl. 19.15. Haukar, KR og Valur bjóða heim svo það verður í nægu að snúast fyrir körfuknattleiksáhugafólk á höfuðborgarsvæðinu.
Leikir kvöldsins í IEX-deild karla:
Haukar-Tindastóll
KR-Grindavík
Valur-ÍR
Haukar-Tindastóll
Haukar eru í 11. sæti deildarinnar með 2 stig og Stólarnir í 10. sæti með jafn mörg stig, það lið sem vinnur leik kvöldsins getur lyft sér ögn hærra frá fallsætinu.
KR-Grindavík
Gulir og glaðir mæta í vesturbæinn sem eina taplausalið deildarinnar, verður það enn uppi á teningnum að leik loknum? Grindavík hefur 12 stig á toppnum en KR er í 3.-4. sæti ásamt Keflavík með átta stig og geta með sigri farið upp í annað sætið þar sem Stjarnan er nú en KR hefur í augnablikinu betur innbyrðis gegn Stjörnunni.
Valur-ÍR
Er þetta dagurinn sem Valur vinnur sinn fyrsta leik í Iceland Express deildinni? Án stiga og á botninum fá þeir ÍR-inga í heimsókn sem eru í 6. sæti deildarinnar með 6 stig.
Staðan í deildinni:
Deildarkeppni
Nr. | Lið | L | U | T | S | Stig/Fen | Sti m/Fen m | Heima s/t | Úti s/t | Stig heima s/f | Stig úti s/f | Síðustu 5 | Síð 10 | Form liðs | Heima í röð | Úti í röð | JL |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Grindavík | 6 | 6 | 0 | 12 | 534/441 | 89.0/73.5 | 4/0 | 2/0 | 89.0/73.0 | 89.0/74.5 | 5/0 | 6/0 | 6 | 4 | 2 | 0/0 |
2. (1) | Stjarnan | 6 | 5 | 1 | 10 | 553/496 | 92.2/82.7 | 2/1 | 3/0 | 87.3/83.7 | 97.0/81.7 | 4/1 | 5/1 | 2 | 1 | 3 | 1/0 |
3. (-1) | KR | 6 | 4 | 2 | 8 | 529/523 | 88.2/87.2 | 3/0 | 1/2 | 83.0/77.0 | 93.3/97.3 | 3/2 | 4/2 | -1 | 3 | -1 | 1/1 |
4. | Keflavík | 6 | 4 | 2 | 8 | 528/486 | 88.0/81.0 | 3/0 | 1/2 | 88.3/82.0 | 87.7/80.0 | 4/1 | 4/2 | 1 | 3 | -1 | 1/1 |
5. | Þór Þ. | 6 | 3 | 3 | 6 | 538/530 | 89.7/88.3 | 1/1 |
|