spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Síðasti leikurinn fyrir Ungverjaland

Leikir dagsins: Síðasti leikurinn fyrir Ungverjaland

Einn leikur fer fram í Domino´s-deild kvenna í dag en þá mætast Valur og Grindavík í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda kl. 17:00. Leikurinn er sá síðasti í Domino´s-deild kvenna fyrir leik Íslands og Ungverjalands í undankeppni EuroBasket sem fram fer í Ungverjalandi þann 21. nóvember næstkomandi. Karlalið Vals er svo á ferðinni kl. 20:00 svo Valsmenn splæsa í tvíhöfða í dag.

Í dag eru tveir tvíhöfðar á dagskránni, einn í Vodafonehöllinni eins og komið hefur fram en annar í Dalhúsum þar sem Fjölnisliðin taka á móti Þór Akureyri. 

Leikir dagsins í Domino´s-deild kvenna

17:00 Valur – Grindavík

Leikir dagsins í 1. deild karla

19:00 Fjölnir – Þór Akureyri

20:00 Valur – Ármann

1. deild kvenna

16:30 Fjölnir – Þór Akureyri

Allir leikir dagsins

Fréttir
- Auglýsing -