Í dag hefst níunda umferðin í Domino´s-deild kvenna en tveir leikir eru þá á dagskránni. Íslandsmeistarar Snæfells heimsækja nýliða Stjörnunnar í Ásgarð og botnlið Hamars fær Keflavík í heimsókn.
Stjarnan-Snæfell hefst kl. 16:30 en viðureign Hamars og Keflavíkur hefst kl. 17:00 í Frystikistunni í Hveragerði.
Einn leikur er í 1. deild kvenna en þá tekur KR á móti Skallagrím í DHL-Höllinni kl. 17:00.
Alla leiki dagsins má nálgast hér
Mynd/ Eyþór Benediktsson – Íslandsmeistarar Snæfells mæta í Garðabæ í dag.