spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Hamar getur orðið deildarmeistari í kvöld

Leikir dagsins: Hamar getur orðið deildarmeistari í kvöld

 
Þrír leikir eru á dagskránni í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Toppslagur kvöldsins er viðureign KR og bikarmeistara Keflavíkur sem fram fer í DHL-Höllinni í Vesturbænum kl. 19:15. Liðin mættust um síðastliðna helgi þar sem Keflavík hampaði bikartitlinum svo KR fær tækifæri til þess að kvitta aðeins fyrir sig í kvöld. Ef KR vinnur Keflavík í kvöld og Hamar leggur Hauka verða Hvergerðingar deildarmeistarar og fengju þá deildarmeistaratitilinn afhentan í næstu umferð gegn KR á heimavelli.
Leikir kvöldsins í IEX kvenna, allir kl. 19:15
 
KR-Keflavík
Haukar-Hamar
Grindavík-Njarðvík
 
Einn leikur er í 1. deild kvenna í kvöld þegar Laugdælir taka á móti Val kl. 18:30 á Laugarvatni. Þá eru tveir leikir í 1. deild karla, Ármann tekur á móti FSu í Laugardalshöll kl. 20:15 og Laugdælir fá Val í heimsókn kl. 20:30 svo það er tvíhöfði á Vatninu í kvöld.
Fréttir
- Auglýsing -