Í kvöld verður nóg við að vera á fjölum íþróttahúsanna. Þriðju umferð í Domino´s-deild karla lýkur með þremur leikjum og í þeim pakka er á meðal annars grannaglíma Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni og Finnur Atli Magnússon fær uppeldisklúbbinn KR í heimsókn í Schenkerhöllina. Þrír leikir fara fram í 1. deild karla og tveir í unglingaflokki karla.
Leikir kvöldsins í Domino´s-deild karla, 19:15
Höttur – Snæfell
Haukar – KR
Njarðvík – Keflavík
Leikir kvöldsins í 1. deild karla, 19:15
Hamar – ÍA
Skallagrímur – Ármann
KFÍ – Reynir Sandgerði
Leikir kvöldsins í unglingaflokki karla, 20:00
Fjölnir – FSu
Stjarnan – Grindavík