spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Eivígi Snæfells og Stjörnunnar hefst í kvöld

Leikir dagsins: Eivígi Snæfells og Stjörnunnar hefst í kvöld

Í kvöld hefjast tvö einvígi í úrslitakeppninni, Snæfell og Stjarnan hefja sína baráttu í undanúrslitum Domino´s deildar karla og Valur og Þór Akureyri hefja leik í úrslitakeppni 1. deildar karla.
 
Eins og áður hefur komið fram þarf að vinna þrjá leiki í undanúrslitum Domino´s deildar karla. Snæfell lagði Njarðvík 2-1 í 8-liða úrslitum og Stjarnan lagði Keflavík 2-1 í 8-liða úrslitum. Bæði lið eru því að koma upp úr hörku seríum og von á miklum slag í Hólminum í kvöld.
 
Valur og Þór Akureyri hefja svo úrslitakeppnina í 1. deild karla í kvöld en vinna þarf tvo leiki til að komast í úrslitaseríuna um laust sæti í Domino´s deildinni. Í hinni undanúrslitarimmunni í 1. deild mætast Hamar og Höttur þar sem Hamar hefur heimaleikjaréttinn og er fyrsti leikur liðanna á morgun, 3. apríl.
 
  
Fréttir
- Auglýsing -