Nike kunna að búa til auglýsingar. Það vita allir sem hafa ekki verið undir steini undanfarin 30 ár. Þessi er algerlega mögnuð og vel tveggja mínútna virði. Margur Cleveland-búinn hefur grenjað úr sér augun við að horfa á þetta því LeBron vill sýna borgarbúum að hann sé kominn til að vera. Nú vill hann að allir vinni saman að því sem allir sannir Cleveland-búar vilja mest fá en hafa aldrei séð – Larry O’Brien verðlaunagripur í Quicken Loans Arena.