Ísland mun nú í haust taka þátt í lokamóti EuroBasket 2025, en riðill Ísland mun vera leikinn í Katowice í Póllandi.
Þessa dagana er EuroBasket bikarinn á ferð um Evrópu á „trophy tour“ og stoppar hjá átta þjóðum af þeim tuttugu og fjórum sem komast á mótið. Það er þeim fjórum þjóðum þar sem lokakeppnin fer fram ásamt þeim fjórum svokölluðum samstarfs þjóðum.
Í dag laugardag 5. júlí frá klukkan 14:00 – 15:00 mæta landsliðsmenn í Kringluna með bikarinn þar sem í boði verður að fá árituð plaköt og allskyns körfubolta glaðninga frá EuorBasket á meðan birgðir endast. Lukkudýr EuroBasket verður einnig á svæðinu.
Fólk er hvatt til að mæta í Kringluna á laugardaginn kl 14:00, kíkja á bikarinn og lukkudýrið og fá mynd af sér með þeim.