07:38:54
LA Lakers jöfnuðu metin gegn Houston Rockets í einvígi liðanna í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í nótt, 111-98. Leikurinn var harður þar sem tveir leikmenn fengu að líta reisupassann, en Lakers var við stjórnvölinn nær allan tímann.
Eftir sárt tap á heimavelli í fyrsta leik liðanna voru Lakers ákveðnir í að taka stjórnina fljótt og það gerðu þeir í fyrsta fjórðungi þar sem þeir skoruðu 39 stig á móti 25. Kobe Bryant og Pau Gasol fóru þar á kostum og Houston átti ekki mörg svör fyrr en í öðrum leikhluta þar sem sóknarleikur Lakers fór fyrir ofan garð og neðan og liðin gengu jöfn inn í hálfleik
Í seinni hálfleik var ljóst að Lakers ætluðu sér ekkert annað en sigur og tóku þeir frumkvæðið og héldu því allt til loka. Áður en yfir lauk voru þeir Ron Artest og Derek Fisher konir í sturtu eftir brottvísanir. Artest fyrir að gefa ógnandi handapat til Kobe Bryants og Fisher fyrir að fara fullákveðið inn í skrín sem Louis Scola hafði sett fyrir hann.
Lakers voru ánægðir með sigurinn og jafnvel ekki síður mað baráttuna því að margir spekingar hafa velt því fyrir sér hvort Lakers væru nógu harðir til að þola alvöru rimmur. Þeir hafa svarað þeirri spurningu í bili en eiga enn eftir að mæta Houston alla vegana þrisvar.
Kobe endaði með 40 stig, Gasol með 22 stig og 14 fráköst og Fisher 12 stig. Hjá Houstin var Ron Artest með 25 stig, Carl Landry með 21 stig og 10 fráköst, Aaron Brooks með 13 stig og Yao Ming var með 12 stig og 10 fráköst.
ÞJ