spot_img
HomeFréttirLakers, Boston og Cleveland unnu öll

Lakers, Boston og Cleveland unnu öll

{mosimage}
10:31:35
LA Lakers sýndu mikla seiglu í að vinna upp forskot Chicago Bulls og landa sigri í nótt, 109-117. Eftir að hafa leyft Chicago að ná 16 stiga forskoti í fyrri hálfleik tóku Kobe Bryant og félagar sig loks saman í andlitinu og komust aftur inn í leikinn. Staðan var jöfn í upphafi fjórða leikhluta þegar Lakers skoruðu 14 stig í röð og gerðu út um leikinn. Chicago, sem höfðu unnið nokkra góða sigra í síðustu leikjum, voru ekki nógu öruggir á boltanum og misstu hann hvað eftir annað í hendur Lakersmanna sem voru snöggir að refsa.

 

Kobe var með 28 stig í jöfnu liði Lakers þar sem mikið og gott framlag kom frá bekknum. Hjá Chicago var John Salmons með 30 stig og Derrick Rose með 25.

 

Á sama tíma unnu Boston Celtics öruggan sigur á Memphis Grizzlies, 87-105, þar sem Glen „Big Baby“ Davis var óvænt hetja Boston. Davis, sem hefur hingað til verið þekktari fyrir skemmtileg viðtöl en stigaskorun, gerði sér lítið fyrir og skoraði 24 stig. Ray Allen gerði 20 og Kevin Garnett, sem er að koma aftur eftir meiðsli, gerði 10 stig á 17 mínútum.

Hakim Warrick gerði 20 stig fyrir Memphis.

 

Þá vann Cleveland enn einn sigurinn til að tryggja sig á toppi Austurdeildarinnar, nú á Atlanta, 102-96. Mo Williams var stigahæstur Cleveland-manna með 24 stig og LeBron James var með 22. Hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig.

 

Loks má geta þess að Phoenix Suns unnu stórsigur á Washington Wizards, 128-96, þar sem Jason Richardson skoraði 35 stig fyrir Suns, en Antawn Jamison var með 25 fyrir Wizards.

 

Hér eru úrslit næturinnar:

Atlanta 96
Cleveland 102

Indiana 108
Charlotte 83

New York 103
Orlando 110

Boston 105
Memphis 87

LA Lakers 117
Chicago 109

Portland 96
Milwaukee 84

Washington 96
Phoenix 128

 

Tölfræði leikjanna

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -