Kristrún til Hamars/Þórs

Kristrún Ríkey Ólafsdóttir hefur venslasamið við Hamar/Þór fyrir komandi tímabil í fyrstu deild kvenna.

Kristrún er fædd árið 2004 og er uppalin hjá Þór Akureyri þar sem hún steig sín fyrstu skref í meistarflokk tímabilið 2018-19 þá aðeins 14 ára gömul og skilaði 8 stigum og 10 fráköstum í leik. Sleit krossband og sat úti 2019-20 tímabilið. Hún flytur svo í Hafnarfjörð eftir grunnskóla og skiptir yfir í Hauka fyrir tímabilið 2020-21. Hún spilaði eitt tímabil með Haukum áður en hún sleit krossband á hinu hnénu.