spot_img
HomeFréttirKristrún: Langaði að breyta til

Kristrún: Langaði að breyta til

10:45
{mosimage}

(Kristrún Sigurjónsdóttir)

Á föstudag komst það í hámæli að fyrirliði Íslandsmeistara Haukakvenna, Kristrún Sigurjónsdóttir, væri á leið til Hamars í Hveragerði. Kristrún hefur síðustu ár verið á meðal sterkustu leikmanna landsins en skiptir nú yfir í blómabæinn Hveragerði og tekst þar á við ný verkefni. Hún sagði í snörpu samtali við Karfan.is að hún myndi skoða málið leitað væri til hennar með fyrirliðabandi.

Af hverju Hamar? Var ekki freistandi að fara í titilvörn með Haukum?
Langaði að breyta til, fara í nýtt umhverfi. Ég mundi segja að titilvörn væri ekki rétta orðið yfir titlana sem við unnum í Haukum, það er enginn að fara taka það sem við unnum á síðasta ári. Það verður bara spennandi að sjá hverjir vinna titla á næsta ári.

Nú er Guðbjörg Sverrisdóttir líka að fara úr Haukum í Hamar, eru fleiri Haukaleikmenn á leið í blómabæinn?
Ég á nú ekki von á því.

Kemur þú til með að taka við fyrirliðabandinu í Hveragerði?
Það er eitthvaðð sem ég mun ekki sækjast eftir, en ef leitað verður til mín mun ég aðsjálfsögðu íhuga það.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -