spot_img
HomeFréttirKristrún fór á kostum gegn gamla liðinu sínu

Kristrún fór á kostum gegn gamla liðinu sínu

 
Á Ásvöllum fór fram viðureign Hauka og Hamars í 18. Umferð Iceland Express deildar kvenna. Með sigri gátu Hamarsstúlkur tryggt sér deildarmestaratitilinn, þ.e.a.s. ef Keflavík hefði tapað sínum leik.
Jaleesa Butler reyndist Haukum erfið í fyrsta leikhluta og skoraði heil 16 stig. Hamar sigraði leikhlutann 26-16. Í öðrum leikhluta skiptu Haukar yfir í svæðisvörn en þá fóru gestirnir að raða niður þriggja stiga körfum og voru þar Slavica og Kristrún fremstar í flokki. Í hálfleik höfðu Hamar hitt úr yfir 45% 3ja stiga skota sinna en Haukar náðu þó að halda í við gestina og var munurinn 11 stig.
 
Í þriðja leikhlutanum tók Hamar öll völd á vellinum og héldu þær áfram að hitta vel. Haukar skoruðu aðeins 9 stig í leikhlutanum á móti 21 frá Hamri og staðan því 48-71. Munurinn var orðin of mikill til að Haukar náðu að ógna sigrinum og Hamar sigraði að lokum 59-90 og er það helst að þakka frábærri hittni. Keflavík sigraði sinn leik og geta Hamarsstúlkur því ekki fagnað deildarmeistaratitlinum, a.m.k. ekki strax en þær þurfa nú aðeins einn sigur til að verða deildarmeistarar.
 
Tölfræði
Haukar: Katie Snodgrass 14 stig, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 11 stig/ 9fráköst, Helga Jónasdóttir 9 stig/ 10 fráköst, Íris Sverrisdóttir 10 stig
 
Hamar: Kristrún Sigurjónsdóttir 35 stig, Jaleesa Butler 18 stig/ 14 fráköst, Slavica Dimovska 17 stig/ 12 stoðsendingar, Guðbjörg Sverrisdóttir 9 stig
 
Mynd/ Úr safniKristrún fann sig vel á gamla heimavellinum.
Fréttir
- Auglýsing -