Einn leikur fór fram í 1. deild kvenna í kvöld þar sem nágrannaliðin á suðurnesjum mættust.
Þetta var í annað sinn sem Keflavík b og Njarðvík mætast á þessum tímabili en fyrri leikinn vann Keflavík 62-57.
Segja má að Keflavík hafi átt undirtökin meirihluta leiksins og leit allt út fyrir öruggan sigur liðsins í kvöld. Njarðvík átti hinsvegar frábæra endurkomu í fjórða leikhluta þar sem liðið vann síðustu fjórar mínúturnar 19-3.
Úr varð æsispennandi lokasprettur þegar sem hvorugt liðið náði að gera út um leikinn. Að lokum fór svo að Keflavík sigraði með einu stigi 64-63 í Njarðtaks-gryfjunni.
Eydís Eva Þórisdóttir var öflug hjá Keflavík og endaði með 17 stig og 15 fráköst í leiknum. Lára Ösp Ásgeirsdóttir var atkvæðamest hjá Njarðvík með 22 stig og 10 fráköst.