spot_img
HomeFréttirKeflavík Íslandsmeistari í Stúlknaflokki

Keflavík Íslandsmeistari í Stúlknaflokki

18:10

{mosimage}

eflavík varð í dag Íslandsmeistari í Stúlknaflokki þegar þær lögðu Snæfell 41-56 í úrslitaleik í DHL-höllinni. María Ben Jónsdóttir var valin besti maður leiksins en hún skoraði 15 stig, tók 8 fráköst og varði 6 skot.

Eitthvað áttu stelpurnar í vandræðum með að finna körfuna til að byrja með en þegar fyrsta karfan var komin ofaní fór allt að flæða og eftir fyrsta leikhluta leiddi Snæfell 15-14 og allt stefndi í jafnan og skemmtilegan leik.

Í öðrum leikhluta náðu Keflvíkingar að auka muninn jafnt og þétt en í stöðunni 17-19 skoruðu þær 10 stig gegn einu og juku muninn í 11 stig 18-29. Það var svo Keflavík sem skoraði síðustu stig fyrir hálfleiks og leiddi 20-32 í hléinu.

Í upphafi seinni hálfleiks gekk hvorugu liði að skora og fyrsta karfan kom í ljós eftir fjórar mínútur en þá skoraði Snæfell. Mínútu seinna skoraði Snæfell þriggja-stiga körfu og staðan orðin 25-32 fyrir Keflavík. Keflvíkingar svöruðu strax hinu megin með þriggja-stiga og slökktu aðeins í Hólmurum. Liðin skipustu svo á körfum út leikhlutann og eftir þrjá leikhluta var staðan 31-40.

Snæfellingar náðu ekki að gera almennilegt áhlaup í fjórða leikhluta og því innbyrti Keflavík 15 stiga sigur 41-56.

Stigahæst hjá Keflavík var María Ben Jónsdóttir með 15 stig og næst henni var Árný Gestsdóttir með 9 stig.

Hjá Snæfelli skoraði Björg Einarsdóttir 12 stig og Berglind Gunnarsdóttir var með 10 stig.

myndir: [email protected]

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -