Keflavík endaði með öruggan sigur gegn Stjörnunni 

Keflavík fékk Stjörnuna í heimsókn í Blue höllina í kvöld í öðrum leik Subway deildar kvenna. Keflavík sigraði Njarðvík í fyrsta leik en Stjarnan tapaði fyrir Þór Akureyri. 

Keflavík byrjaði leikinn miklu betur og fyrstu mínúturnar leit út fyrir að þær ætluðu sér að rúlla yfir gestina óhindrað. En Sjörnustúlkur komu sterkar inn þegar leið á fyrsta leikhluta. Liðin skiptust á að leiða í öðrum leikhluta. Því miður fór Unnur Tara meidd af velli í fyrsta leikhluta.  

Keflavík gerðu vel í þriðja leikhluta, komu sér í í 10 eða fleirri stiga forystu og héldu henni út leikhlutann. Stjarnan komst aldrei á nægjanlegt skrið til að ná muninum niður. Fljótlega í fjórða leikhluta varð ljóst í hvað stemmdi og öruggur sigur Keflavík í höfn. Lokatölur 84 – 58. 

Byrjunarlið: 

Keflavík: Elisa Pinzan, Daniela Wallen Morillo, Thelma Dís Ágústsdóttir, Anna Ingunn Svansdóttir og Birna Valgerður Benónýsdóttir. 

Stjarnan: Kolbrún María Ármansdóttir, Bára Björk Óladóttir, Ísold Sævarsdóttir, Elísabet Ólafsdóttir og Denia Davis-Stewart. 

Hetjan: 

Kolbrún María og Ísold áttu báðar góðan leik fyrir stjörnuna. Thelma Dís var best á vellinum í liði heimastúlkna. 

Kjarninn: 

Stjarnan gerði vel í að koma til baka eftir frábæra byrjun Keflavík. En með Unni Töru meidda þá varð Keflavík bara of stór biti í seinni hálfleik. 

Tölfræði 

Viðtöl

Ísold Sævarsdóttir 

Thelma Dís Ágústsdóttir 

Sverrir Þór Sverrisson