spot_img
HomeFréttirViltu prófa eitthvað nýtt?

Viltu prófa eitthvað nýtt?

EB-85 er körfuboltaklúbbur í úthverfi Oslóarborg í Noregi sem er á höttunum eftir þjálfurum fyrir næsta tímabil. Körfubolti er sú íþrótt í Noregi sem er í hvað mestri stórsókn þar sem aukningin á iðkendum síðastliðin ár hefur verið gríðarleg. Fleiri iðkendur þýðir að sjálfsögðu þörf á fleiri þjálfurum.   


Þetta gæti verið tækifæri fyrir einhverja sem gætu á sameinað þetta þjálfarahlutverk með annarri vinnu eða skóla í Noregi þar sem þjálfarastarfið er ekki full framfærsla. Klúbburinn heldur til í Bekkestua, Bærum rétt fyrir utan Osló. Klúbburinn er eingöngu körfuboltaklúbbur og telur um 400 iðkendur í dag.


Áhugasamir sendi tölvupóst til [email protected] á íslensku, norsku eða ensku með upplýsingar um hvernig hægt er að hafa samband við viðkomandi. Helst símanúmer.

Fréttir
- Auglýsing -