spot_img
HomeFréttirÞægilegt hjá Njarðvík gegn Blikum

Þægilegt hjá Njarðvík gegn Blikum

Blikar mættu í Ljónagryfju þeirra Njarðvíkinga í kvöld þegar liðin mættust í Subwaydeild kvenna. Bæði lið að koma inní þennan leik eftir tap í fyrstu umferð. Fór svo að Njarðvík landaði nokkuð þægilegum og verðskulduðum sigri gegn þó mjög svo baráttuglöðu liði Breiðablik.

Það var rétt í upphafi leiks sem að var jafnræði með liðunum. Fljótlega í öðrum leikhluta tóku Njarðvík frumkvæðið í leiknum og komust einhverjum 10+ stigum yfir. Blikar hinsvegar grjótharðar komu tilbaka og minnkuðu muninn niður í 4 stig. Njarðvík skiptu þá aftur um gír og hertu varnarleik sinn til muna og leiddu í hálfleik með 16 stigum. Löng saga stutt þá létu Njarðvík þessa forystu aldrei af hendi og rúlluðu í sigrinum í höfn að lokum.

Það er augljós getu munur á þessum liðum eins og þau eru skipuð í dag. Breiðabliks liðið geta státað sig af því eftir þennan leik að aldrei var að sjá neina uppgjöf í liðinu og börðust þær allt til síðustu sekúndu þrátt fyrir að vera einhverjum 20 stigum undir. Slíkt mun skila sér á einhverjum tímapunkti í vetur. Þeirra best í kvöld var Brooklyn Pannell sem skilaði 18 stigum, tók 11 fráköst og sendi 7 stoðsendingar.

Njarðvíkurliðið spilaði á tímum alveg glimmrandi góðan körfuknattleik á báðum endum vallarins. Það verður spennandi að fylgjast með þessu liði sem nú þegar er að sýna nokkuð sterkan leik en virðist eiga nóg inni. “Við erum enn að læra og spilum á köflum vel en getum lagað alveg fullt af hlutum. Við erum ekki að fara að toppa núna í október.” sagði Emelie Hessendal leikmaður Njarðvíkur eftir leik. Erlendir leikmenn virðast smella vel saman og í bland við ungar og efnilega leikmenn sem eru að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins. Best í kvöld var Lára Ösp Ásgeirsdóttir en hún skilaði í hús 19 stigum á 25 mínútum og var að spila feiknar góðan varnarleik í viðbót við það.

Tölfræði

Fréttir
- Auglýsing -