spot_img

Kani í Breiðholtið

ÍR hefur samið við hinn bandaríska Lamar Morgan um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.

Lamar er 196cm vængspilari sem spilaði á síðasta tímabili í efstu deild á Írlandi og næst efstu deild á Spáni. Þar á undan hafði Lamar spilað í 3 ár sem atvinnumaður í efstu deild í Portúgal.

Fréttir
- Auglýsing -