Jón Hrafn Baldvinsson hefur fengið félagsskipti sín til KR í gegn en kappinn segir þá skilið við KFÍ sem féll úr Domino´s deild karla á síðasta tímabili.
Jón Hrafn var með 5,3 stig og 4,2 fráköst að meðaltali í leik með KFÍ á síðasta tímabili en það segir ekki alla söguna því þarna fer sterkur baráttujaxl.
Mynd/ Jón Hrafn í leik með KFÍ gegn KR á síðasta tímabili.