spot_img
HomeFréttirJón gæti hugsað sér að framlengja við Benetton

Jón gæti hugsað sér að framlengja við Benetton

09:45
{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson)

Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur í gær þegar Bentton Treviso steinlá gegn Montepaschi Siena. Jón gerði 18 stig í leiknum en Siena komst í úrslit með því að sópa Benetton 3-0 út í sumarið. Karfan.is náði aðeins í skottið á Jóni Arnóri sem með hverjum leiknum á Ítalíu skipaði æ stærra hlutverk hjá Benetton. Jón sagði að svo gæti farið að myndi framlengja samning sinn á Ítalíu en er þó ekki búinn að taka Bandaríkin af listanum. Jón sagði einmitt í vetur í viðtali í þættinum ,,Utan vallar“ að hann gæti hugsað sér að reyna við NBA deildina á nýjan leik.

Ertu sáttur við þennan mánuð með Benetton?
Já, mjög sáttur, komumst held ég eins langt og hægt var og ég fékk að spila heilan helling.

Áttu von á því að framlengja við félagið?
Það gæti vel farið svo, mér líður vel hér og klúbburinn er frábær. Umboðsmaðurinn minn verður í Treviso um helgina og þá ætti það að skýrast eitthvað.

Siena, áttuð þið aldrei möguleika gegn þeim?
Við áttum ekki séns, Siena er einfaldlega með of gott lið og ótrúlega vel þjálfaðir.

Hvernig verður sumarið hjá þér?
Smá afslöppun núna næstu daga. Ætla að skella mér til Sardiníu með konunni í nokkra daga og hafa það gott. Svo taka bara við æfingar seinna í sumar, kannski Bandaríkin, fer mikið eftir því hvað gerist með Evrópumarkaðinn.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -