spot_img
HomeFréttirJón Arnór með 28 stig í stórsigri

Jón Arnór með 28 stig í stórsigri

{mosimage}

 

(Jón Arnór í leik með sínum gömlu félögum í Carpisa Napoli) 

 

Íslenska landsliðið burstaði Norðmenn í æfingaleik í Dublin á Írlandi 79-53 þar sem Jón Arnór Stefánsson gerði 28 stig. Leikurinn var í höndum Íslands frá upphafi til enda. Næsti leikur er gegn Írum á morgun kl. 19:00 íslenskum tíma.

 

Staðan að loknum 1. leikhluta gegn Norðmönnum í dag var 30-5 Íslendingum í vil og eftirleikurinn því næsta auðveldur.

 

 Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur með 28 stig

Brenton Birmingham 14 stig

Hlynur Bæringsson 10 stig

Friðrik Erlendur Stefánsson 8 stig

Logi Gunnarsson 8 stig

Fréttir
- Auglýsing -