Fyrr í mánuðinum var hægt að kjósa í fimm manna úrvalslið lokakeppni EuroBasket á vefsíðu FIBA. Þeir leikmenn sem hægt var að kjósa komu allir frá “minni” körfuknattleiksþjóðum álfunnar, en með því er átt við að þeir hafi komið frá þeim ríkjum sem hafa kannski ekki alltaf komist á lokamótið eða verið sigustranglegust.
Nokkur virkilega sterk nöfn voru á listanum s.s. NBA leikmennirnir Lauri Markkanen (Finnlandi), Nikola Vucevic (Svartfjallalandi) og Marcin Gortat (Póllandi)
Jón Arnór Stefánsson, sem fór fyrir liði Íslands bæði á lokamótið 2015 í Berlín og 2017 í Helsinki, gerði sér lítið fyrir og sigraði kosningunna, en 13% þeirra sem kusu settu hann í þetta úrvalslið sitt.
Ásamt Jóni voru í því Bo McCalebb og Pero Antic frá Makedóníu, Mirza Teletovic frá Bosníu og Adam Hanga frá Ungverjalandi.
Hérna er hægt að sjá niðurstöðu kosningarinnar