spot_img
HomeFréttirJóhann Árni semur við Proveo Merlins

Jóhann Árni semur við Proveo Merlins

15:12
{mosimage}

 

(Jóhann Árni Ólafsson) 

 

Njarðvíkingurinn Jóhann Árni Ólafsson hefur samið við þýska liðið Proveo Merlins til eins árs og mun leika með þeim á næstu leiktíð. Þetta staðfesti Jóhann í samtali við Karfan.is í dag. Blóðtakan er gríðarleg fyrir Njarðvíkinga en Jóhann segir að nú sé langþráður atvinnumennskudraumur að verða að veruleika.

 

Proveo Merlins leika í Pro B deildinni í Þýskalandi sem er næsta efsta deild landsins en félagi Jóhanns úr Njarðvík, Logi Gunnarsson, lék m.a. með Ulm gegn Proveo Merlins á Þýskalandstíma sínum. ,,Undirbúningstímabilið hefst 18. ágúst og þá á ég að vera kominn út. Deildin hefst í október og síðasti deildarleikurinn verður þann 25. apríl,” sagði Jóhann en um 30 deilarleikir fara fram í Pro B deildinni hvert tímabil.

 

,,Ég gerði eins árs samning við félagið og lít á þetta sem stökkpall í eitthvað stærra og meira. Ég og umboðsmaður minn ræddum það að ég færi fyrst í lið þar sem ég fengi tækifæri til þess að sanna mig,” sagði Jóhann sem er 22 ára gamall.

 

,,Þetta leggst vel í mig en samt er smá óvissa en nú er gamall draumur að verða að veruleika og þetta er það sem maður hefur stefnt að lengi og vonandi er þetta upphafið að einhverju ævintýri,” sagði Jóhann sem var ekki alveg viss hvernig sín mál myndu fara gagnvart landsliðinu þar sem hann þarfa að vera í Þýskalandi frá 18. ágúst. Hann hefur þó litlar áhyggjur af félögum sínum í Ljónagryfjunni.

 

{mosimage}

(Proveo Merlins)

 

,,Njarðvíkingarnir hafa það fínt! Valli (Valur Ingimundarson) er toppþjálfari og á eftir að gera gott úr þessu því hann hefur gert vel með lakari mannskap en er í Njarðvík í dag. Það hefði vissulega verið gaman að leika áfram með Njarðvík en nú var bara komið að því að láta drauminn rætast,” sagði Jóhann en lið hans Proveo Merlins er staðsett nokkurnveginn millum Frankfurt og Stuttgart.

 

,,Þetta er ekki langt frá Tékklandi eða í um þriggja tíma fjarlægð í akstri, ég er búinn að heyra mjög góða hluti af klúbbnum og m.a. sagði Logi mér að þetta hefðu verið skemmtilegustu útileikirnir því Proveo sé með skemmtilegan heimavöll. Ég hef verið að skoða myndbrot frá heimaleikjum liðsins og það er góð stemmning í húsinu, trommusveitir og Joey Drummer í nokkrum útgáfum þarna,” sagði Jóhann og ljóst að hans bíða spennandi og krefjandi verkefni.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -