Viðureign Boras Basket og Jamtland var að ljúka áðan í sænsku úrvalsdeildinni þar sem Jakob Örn Sigurðarson og félagar í Boras Basket skelltu gestum sínum 115-89. Jakob Örn var stigahæstur í liði Boras með 22 stig.
Auk þess að gera 22 stig var Jakob með 4 stoðsendingar. Jakob var 5/9 í teignum og 4/7 í þristum. Með sigrinum er Boras eitt liða í 2. sæti með 8 stig en þar fast á hæla Boras með 6 stig í 3.-4. sæti eru Uppsala og KFUM Nassjö.