LIU Brooklyn tapaði enn og aftur í 1. deild bandaríska háskólaboltans og eiga því enn eftir að landa sigurleik í vetur. Martin og Elvar spiluður báður frábærlega og áttu stóran þátt í að þetta var jafn leikur.
Jack Perri, þjálfari LIU fór fögrum orðum um Martin Hermannsson eftir leikinn og býst greinilega við miklu af íslensku leikmönnunum í framtíðinni.
“Hann mun taka meiri framförum. Hann er mögnuð skytta og hann á eftir að hitta betur þegar á líður, ” sagði Perri um KR-inginn. “Hann hitti nokkrum galopnum í kvöld. Hann er í góðum málum. Þetta er harður nagli. Hann getur ráðist á körfuna líka. Ég vona bara að hann haldi áfram að byggja á þessari reynslu.
LIU háskólinn birti myndband úr leiknum í gær og er það hér að neðan.