Ívar Ásgrímsson þjálfari kvennalandsliðs Íslands ræddi við Karfan TV fyrir brottför liðsins til Ungverjalands en landsliðið hélt út núna í morgun og mætir Ungverjum í forkeppni EuroBasket 2017 næstkomandi laugardag. Við ræddum við Ívar um fjarveruna í sterkum leikmönnum sem eru við nám í Bandaríkjunum og þá staðreynd að íslenska liðið væri að fara að mæta atvinnumannaliðum í þessari forkeppni.