Isabella með 20 stig gegn Kavala

Isabella Ósk Sigurðardóttir og Panserai­kos lögðu Kavala í dag í fyrstu deildinni í Grikklandi, 82-72.

Isabella skilaði 20 stigum í leiknum og var stigahæst í liði Panserai­kos í leiknum.

Panserai­kos er í topp­sæti B-deild­ar­inn­ar með fullt hús stiga eft­ir fimm leiki.