Elvar Már öflugur gegn Olympiacos

Elvar Már Friðriksson og PAOK máttu þola tap gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í dag, 63-77.

Á tæpum 35 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Elvar Már 12 stigum, frákasti, 2 stoðsendingum og stolnum bolta.

Eftir leikinn eru Elvar og PAOK með 7 stig í 5. sæti deildarinnar, 2 stigum fyrir neðan Olympiacos og Midea sem deila efsta sætinu.

Tölfræði leiks