Á gamlársdag fór fram val á íþróttafólki Hauka og var það Íris Sverrisdóttir sem varð fyrir valinu. Er þetta annað árið í röð sem að körfuknattleikskona verður fyrir valinu hjá Haukum sem íþróttakona Hauka en í fyrra var það Ragna Margrét Brynjarsdóttir sem að hreppti þennan titil.
Á heimasíðu Hauka segir:
Íris hefur spilað með öllum kvennalandsliðum Íslands í körfubolta á sínum ferli og er einn af máttarstólpum kvennaliðs Hauka, sem er nú í toppbaráttu í Iceland Expressdeildinni og varð Lengjubikarmeistari nú í haust, Íris er því svo sannarlega vel að þessari viðurkenningu komin.