spot_img
HomeFréttirIngi: Við sjáum marga efnilega leikmenn á hverju ári

Ingi: Við sjáum marga efnilega leikmenn á hverju ári

 

Úrvalsbúðir voru haldnar þessa helgina fyrir leikmenn á aldrinum 11-13 ára gamla. Krakka sem fæddir eru á árunum 2004-2006. Um 600 krakkar sækja þessar æfingar ár hvert, en um helgina voru þau undir handleiðslu Margrétar Sturlaugsdóttur og Inga Þórs Steinþórssonar. Stelpurnar voru í Smáranum í Kópavogi á meðan að strákarnir mættu á Ásvelli í Hafnarfirði.

 

Við heyrðum í Inga Þór og spurðum hann aðeins út í búðirnar:

 

Hvað eru úrvalsbúðir?

"Úrvalsbúðir eru forveri að landsliðsvali ungra leikmanna á aldrinum 11-13 ára. Þau koma tvær helgar, að vori og að hausti þar sem æft er og spilað tvo tíma hvorn daginn. Liðin boða sýna efnilegustu leikmenn í Úrvalsbúðir og erum við mjög ánægð með hvað krakkar allsstaðar af landinu eru dugleg að skila sér og hjálpa okkur að sjá hugsanlega landsliðsmenn/stelpur."

 

Hvað hafa þær verið haldnar lengi?

"Benedikt Rúnar Guðmundsson aka Benni Penni var fyrsti búðastjóri og arkitekt að þeim, þó svo að þær hafi þróast og stækkað síðan 2001 eða í 16 ár." 

 

Hvað hafa margir krakkar farið í gegnum búðirnar í gegnum árin?

"Það eru fjölmargir krakkar sem fara í gegn á hverju ári. Í ár eru um 300 strákar og stelpurnar eru um 250."

 

Hver eru helstu markmið búðanna?

"Skoða árgangana og kenna okkar flottu krökkum undirstöðu atriðin, ásamt því að leyfa þeim að sýna sig og sjá aðra leikmenn úr öðrum liðum. Úr elsta árganginum er síðan valinn hópur sem verður Afrekshópur."

 

Hvernig fara æfingar þessa árs fram?

"Þetta er hefðbundið, við erum með fjölbreyttar stöðvaæfingar í undirstöðuæfingum fyrri klukkutímann og svo spilum við. Elstu krakkarnir fá flotta fyrirlestra og heimsóknir til að fræða þau."

 

Eru margir efnilegir krakkar sem taka þátt þetta árið?

"Já við sjáum marga efnilega leikmenn á hverju ári og þetta árið er enginn undantekning frá því. Félögin eru að vinna ágætis starf en við sjáum samt sem áður að metnaður félaganna á að vera að hafa menntaða þjálfara með metnað til að framleiða framtíðarleikmenn fyrir okkar yndislegu íþrótt."

 

 

Myndasafn frá Ásvöllum

 

Færsla KKÍ frá Smáranum:

Fréttir
- Auglýsing -