spot_img
HomeYngri flokkarI-Handle körfuboltanámskeið 12.-14. Júní 2023 haldið í Ásgarði

I-Handle körfuboltanámskeið 12.-14. Júní 2023 haldið í Ásgarði

Shawn Faust kom í fyrra og var með þriggja daga námskeið sem iðkendur voru gríðarlega ánægðir með. Við erum heppinn að kappinn ætlar að mæta aftur og kenna áhugasömum leikmönnum tækniatriði leiksins.

Leikmenn á öllum aldri (11-25 ára) voru hæstánægð í fyrra sumar með Shawn Faust og fannst hann með frábærar æfingar sem þau ætluðu ekki að láta framhjá sér fara.

Shawn Faust hefur þjálfað NBA leikmenn eins og Killian Hayes – Detroit Pistons, Dwayne Bacon – Orlando Magic / AS Monaco, Tony Bradley – Chicago Bulls. Hann þjálfar atvinnumenn sem spila í Evrópu og einnig leikmenn úr háskólaboltanum sem vilja bæta leikinn sinn.

Shawn mun einnig í sinni stuttu heimsókn vinna með okkar fremstu landsliðs leikmönnum

Góðir gestir munu koma í heimsókn í búðirnar og ræða við iðkendur

Elvar og Martin með iðkenndum á síðasta ári.

Frá Martin Hermannssyni leikmanni Valencia:
“Þeir sem ætlar sér að ná langt mega ekki láta þetta tækifæri framhjá sér fara! Ég vildi óska þess að ég hefði haft tök á að hitta svona þjálfara þegar að ég var á þessum aldri.
Það var ekki fyrr en ég fór til Berlínar, 24 ára gamall að ég fór að æfa nánast daglega með einstaklings þjálfara og það hjálpaði mínum leik mikið.
Ég hvet alla til þess að nýta sér einn fremsta einstaklings þjálfarar heims. Það er allaveganna eitthvað sem ég ætla að gera í sumar!

Frá Elvari Má Friðrikssyni leikmanni Rytas í Litháen:
“Mig langar til að hvetja þig til þess að mæta á körfuboltanámskeið hjá Shawn Faust, þetta er kjörið tækifæri til að fá kennslu frá manni sem hefur sérhæft sig í einstaklingsþjálfun, svona tækifæri býðst okkur á Íslandi ekki oft svo ég hvet þig til að mæta og læra skemmtilegar og krefjandi æfingar sem leikmenn úr hæsta gæðaflokki hafa verið að nýta sér.”

Námskeiðin eru eftirfarandi:

Námskeið 1 13:00-15:00 fyrir 11 ára til 14 ára

Námskeið 2 16:00-18:00 fyrir 15-17 ára

Námskeið 3 18:00-20:00 fyrir 18 ára og eldri 

Gjaldið fyrir námskeiðið er 15.900,- Innifalið í verðinu er bolur frá I-handle

Smellið Hér til að skrá

Ef einhverjar spurningar koma upp sendið þá tölvupóst á [email protected]

Fréttir
- Auglýsing -