spot_img
HomeFréttirNýjar körfuboltabúðir Jose Medina á Spáni

Nýjar körfuboltabúðir Jose Medina á Spáni

Í sumar munu 17 körfuboltadrengir frá 7.-9. flokki Hamars í körfubolta halda til Spánar í
glænýjar körfuboltabúðir körfuboltaleikmannsins Jose Medina. Jose Medina er fyrrum
leikmaður Hamars og núverandi leikmaður Subway deildarliðs Þórs í Þorlákshöfn en hann
þjálfar einnig 9. flokk Hamars í Hveragerði.

Jose Medina hefur lagt mikinn metnað í að búa til glæsilegar körfuboltabúðir í heimabæ
sínum El Puerta de Santa Maria á Spáni í samvinnu við sveitarfélagið og með styrk frá
íþróttavörumerkinu 361° sem framleiðir meðal annars hágæða körfuboltaskó. Fyrir utan að
skipuleggja metnaðarfullar æfingabúðir fyrir leikmennina leggur Jose Medina mikið upp úr að skipuleggja upplifun fyrir foreldra og aðstandendur leikmannanna sem halda út með
hópnum, en í heildina munu um 50 einstaklingar fara saman í þessa ferð.

Screenshot

Körfuboltabúðirnar í ár verða dagana 27. júní – 4. Júlí. Þann 2. júlí verður haldið alþjóðlegt
mót í tengslum við búðirnar þar sem íslensku drengirnir mæta liðum frá Spáni og fleiri
löndum.

Búðirnar sem verða haldnar í fyrsta sinn nú í sumar verða vonandi árlegur viðburður hér eftir og áhugasamir um körfuboltabúðirnar geta fylgst með á instagram síðu búðanna en þar er einnig hægt að hafa samband beint við Jose Medina stofnanda búðanna.

Búðirnar á Instagram

Fréttir
- Auglýsing -