spot_img
HomeFréttir3X3 mót fyrir leikmenn fædda 2007 til 2012 helgina 13.-14. apríl

3X3 mót fyrir leikmenn fædda 2007 til 2012 helgina 13.-14. apríl

Helgina 13.-14. apríl nk. verður haldið Vormót í 3×3 körfubolta fyrir 2007-2012 árganga í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ. Mótið er opið öllum áhugasömum ungmennum fæddum 2007 til 2012.

Í hverju liði geta minnst verið þrír (3) og mest verið fjórir (4) leikmenn. Leikreglur og frekari upplýsingar má sjá hér fyrir neðan. Við biðjum ykkur að kynna þetta vel fyrir ykkar iðkendum. Þátttökugjald er kr. 6.000 pr. lið.

–> SKRÁNING FER FRAM HÉR <–
Skráningu lýkur mánudaginn 8. apríl. Einnig er hægt að skrá sig með því að skanna þennan QR kóða

A qr code with a few squares

Description automatically generated

Nokkur atriði varðandi mótið:

  • Það verður einn dómari á hverjum velli.
  • Fyrir leik hita bæði liðin saman upp með einum bolta. Allir leikir byrja á sama tíma og tíminn gengur allan tímann.
  • Það verður tónlist í gangi á meðan mótið stendur yfir og kynnir sem stýrir dagskrá.
  • Að þessu sinni verður leikið án skotklukku þar til í úrslitum. Það verður á ábyrgð dómara að gæta þess að ekki sé verið að tefja leikina. Dómari telur niður frá fjórum (4) ef hann telur að verið sé að tefja eða sókn er orðin of löng.
  • Ef það er jafnt eftir venjulegan leiktíma er spilað áfram þar til annað liðið skorar.
  • Körfur fyrir utan þriggja stiga línuna gilda 2 stig. Körfur fyrir innan þriggja stiga línuna gilda 1 stig.
  • Við skotvillu er tekið eitt (1) vítaskot sem gildir 1 eða 2 stig eftir atvikum.
  • Leikir eru upp í 17 stig eða 10 mín, hvort sem kemur á undan. Ef það er jafnt eftir 10 mín er framlengt og spilað þar til annað liðið skorar.
  • Það er kastað upp á hvort liðið byrjar (eða skæri, blað, steinn) – dómari stýrir því.
  • Leikur byrjar á tékki uppi á topp. Sömuleiðis er byrjað á tékki uppi á topp eftir villur eða leikbrot.
  • Eftir skoraða körfu er það liðið sem fékk á sig körfu sem á boltann og þarf að koma honum með löglegum hætti út fyrir þriggja stiga línuna áður en reynt er að skora.
  • Eftir skoraða körfu má liðið sem skoraði ekki byrja að spila vörn inni í ruðningsfría hálfhringnum, þar til sóknin er búin að hreinsa boltann út fyrir ruðningsfría hálfhringinn.
  • Eftir varnarfrákast eða stolin bolta verður liðið að hreinsa bolta áður en reynt er að skora með því að koma boltanum út fyrir þriggja stiga línuna.
  • Ef það er uppkast fær varnarliðið boltann. Bolti er þá tékkaður uppi á topp.
  • Bónus (dómari skráir hjá sér villur):
    • liðsvillur 1-6 > tékk uppi á topp,
    • liðsvillur 7+ > 1 vítaskot sem gildir 2 stig,
    • liðsvillur 10+ > 1 vítaskot sem gildir 2 stig + bolti.
  • Skiptingar eru heimilar þegar bolti er dauður, áður en hann er tékkaður inn aftur. Skiptingar geta bara farið fram við miðlínu (eða við hliðarlínu næst miðlínu).

Hérna má sjá skýringar á leikreglum

Fréttir
- Auglýsing -