spot_img
HomeFréttirSkráning hafin á Álftanesmót Þingvangs sem fram fer 31.maí til 1. júní

Skráning hafin á Álftanesmót Þingvangs sem fram fer 31.maí til 1. júní

Körfuknattleiksdeild Álftaness kynnir Álftanesmót Þingvangs 2024. Haldið verður eldri flokka mót hér í Forsetahöllinni föstudaginn 31.maí og laugardaginn 1.júní, beint í kjölfar útslitakeppninnar í Subway deildunum.

Leikið verður í þremur flokkum: karlar 25 – 39 ára, karlar 40+ og konur 20 ára og eldri. Allir flokkarnir fara fram með fyrirvara um lágmarks þátttöku. Skráning liða fer fram á netfangið: [email protected]

Við skráningu greiðir hvert lið 10 þúsund króna staðfestingargjald og sendir kvittun á [email protected] með nafni liðsins. Að loknum leikjum á laugardagskvöld verður svo boðið upp á kvöldskemmtun og mat gegn vægu gjaldi.

Allar nánari upplýsingar um mótið er að finna á facebook-síðu mótsins: Álftanesmót Þingvangs 2024.

Fréttir
- Auglýsing -