spot_img
HomeFréttirHvergerðingar semja við Julian Nelson

Hvergerðingar semja við Julian Nelson

Bandaríkjamaðurinn Julian Nelson mun leika með Hamri í 1. deild karla á komandi tímabili en félagið samdi nýverið við kappann. Nelson er skólabróðir Heiðrúnar Kristmundsdóttur úr Coker háskólanum í Bandaríkjunum og var hann með 19 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik með Coker á síðasta tímabili.
 
 
Nelson er bakvörður/framherji og mun vera sterkur skotmaður og einnig frákastari og kvaðst Ari Gunnarsson þjálfari Hamars binda miklar vonir við kappann.
  
Fréttir
- Auglýsing -