Hrunamenn bæta fjórum í hópinn

Fyrstu deildar lið Hrunamanna hefur samið við fjóra leikmenn um að leika með liðinu á yfirstandandi tímabili.

Símon Tómasson kemur til liðsins á venslasamning frá Val, Helgi Bergsteinsson skiptir yfir til þeirra frá ÍR, Arnar Dagur Daðason skiptir yfir frá Hamri og Hlynur Snær Wiium skiptir yfir til þeirra frá Þór Þorlákshöfn.