spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHöttur lagði Tindastól og Stjarnan rétt marði KR á Álborg sk 88...

Höttur lagði Tindastól og Stjarnan rétt marði KR á Álborg sk 88 mótinu

Fyrstu tveir leikir Álborg sk 88 mótsins fóru fram í Borgarnesi í kvöld.

Í fyrri leik kvöldsins lagði Höttur lið Íslandsmeistara Tindastóls, 82-85. Stigahæstur fyrir Hött í leiknum var Deontaye Buskey með 15 stig, Matej Karlovic bætti við 14 stigum. Fyrir Stólana var það Arnar Björnsson sem var stigahæstur með 30 stig og honum næstur var Þórir Guðmundur Þorbjarnarson með 17 stig.

Tölfræði leiks

Í seinni leik kvöldsins hafði Stjarnan betur gegn fyrstu deildar liði KR í spennuleik, 84-81. Stigahæstur Stjörnumanna í leiknum var Júlíus Orri Ágústsson með 20 stig, Ægir Þór Steinarsson var með 18 stig og Kevin Kone bætti við 14 stigum. Fyrir KR var það Troy Cracknell sem dró vagninn með 19 stigum og Adama Darboe var honum næstur með 16 stig.

Tölfræði leiks

Það verða því Höttur og Stjarnan sem munu leika til úrslita í mótinu á morgun á meðan að KR og Tindastóll leika um þriðja sætið. Leikurinn um þriðja sætið er á dagskrá kl. 12:30 á morgun, en beint eftir hann verður leikið um Álborg sk 88 bikarinn.

Ert þú með fréttir af æfingaleik? Endilega sendið tölfræðiskýrslu eða myndir á karfan@karfan.is.

Fréttir
- Auglýsing -