spot_img
HomeBikarkeppniHöttur batt enda á bikardrauma Þórsara

Höttur batt enda á bikardrauma Þórsara

Höttur lagði Þór Þorlákshöfn í kvöld í 32 liða úrslitum VÍS bikarkeppni karla, 78-75. Þór eru því úr leik á meðan að Höttur mætir sigurvegara viðuriegnar Selfoss og ÍA í 16 liða úrslitum keppninnar.

Fyrir leik

Gengi liðanna fyrir leik kvöldsins í deildinni hefur ekki verið eins og þau hefði kosið bæði búin að tapa
2 leikjum og sitja á botni deildarinnar. Styrmir Snær Þrastarson að fara spila sinn annan leik eftir heimkomuna og verður gaman að fylgjast með honum núna, vonandi búnn að ná æfingu með liðinu og jafnvel ekki ósofinn í þetta skiptið.

Gangur leiks

Leikur kvöldsins var í nokkru jafnvægi í upphafi og voru það gestirnir frá Þorlákshöfn sem leiddu eftir fyrsta leikhluta, 17-18. Heimamenn ná þó að snúa leiknum sér í vil undir lok fyrri hálfleiksins og fara með 5 stiga forystu til búningsherbergja, 39-34.

Í upphafi seinni hálfleiksins heldur Höttur áfram að bæta við forystu sína og eru komnir 10 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 65-55. Í honum eiga gestirnir ágætis tilraun til þess að stela leiknum, en tekst það ekki. Niðurstaðan að lokum þriggja stiga sigur Hattar, 78-75.

Atkvæðamestir

Matej Karlovic var bestur í liði heimamanna í kvöld með 15 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar. Þá bætti Timothy Guers við 16 stigum og 9 fráköstum.

Fyrir Þór var Styrmir Snær Þrastarson atkvæðamestur með 23 stig og 7 fráköst. Honum næstur var Pablo Hernandez með 14 stig og 9 fráköst.

Tölfræði leiks

Úrslit kvöldsins

Fréttir
- Auglýsing -