spot_img
HomeFréttirHöfundur þríhyrningssóknarinnar á spítala

Höfundur þríhyrningssóknarinnar á spítala

13:10
{mosimage}

(Tex Winter t.v. og Phil Jackson t.h.)

Körfuboltafræðingurinn og höfundur þríhyrningssóknarinnar frægu, Tex Winter, hefur verið lagður inn á spítala samkvæmt upplýsingum úr herbúðum Los Angeles Lakers. Winter sem er 87 ára gamall kenndi sér eymsla við hóf hjá gamla Kansas State körfuboltaliðinu en talsmaður Lakers vill ekki gefa upp hvers kyns veikindin eru.

Winter var lagður inn á spítala í gær og sagðist Phil Jackson þjálfari Lakers hafa rætt við fjölskyldu Winter og að hann hvíldist um þessar mundir.

Tex Winter þjálfaði Houston Rockets árin 1972-1974 en skömmu eftir það hófst samstarf hans og Phil Jackson þar sem þeir félagar gerðu undur og stórmerki með Chicago Bulls og þríhyrningssóknina frægu. Winter hefur m.a. komið til Íslands og haldið fyrirlestur en hann er einn af þeim virtari í bransanum.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -