spot_img
HomeFréttirHM: Heimsmeistararnir úr leik

HM: Heimsmeistararnir úr leik

{mosimage}

 

 

(Ermal Kurtoglu (8 stig) fagnar með tyrkneska landsliðinu í morgun) 

 

Fyrri hluta 16 liða úrslitanna á HM í Japan er lokið og eru Ítalir dottnir úr leik eftir 71-68 ósigur gegn Litháum. Þegar 2,8 sekúndur voru til leiksloka fóru Ítalir á vítalínunna í stöðunni 71-68 og brenndu af báðum skotunum. Gianluca Basile tók frákastið eftir seinna vítaskotið fyrir Ítali og reyndi að skjóta þriggja stiga skoti en brotið var á honum í skotinu og þegar 0,6 sekúndur voru til leiksloka átti Basile þrjú vítaskot fyrir Ítali og gat jafnað leikinn. Hinn 20 ára gamli Basile stóðst ekki pressuna og brenndi af öllum skotunum þremur. Ítalir misstu því af fimm vítaskotum á síðustu þremur sekúndum leiksins sem er fáheyrt ef ekki einsdæmi.

 

Carlo Recalcati þjálfari ítalska landsliðsins sagði eftir leikinn að Ítalir gætu aðeins kennt sjálfum sér um hvernig fór. „Í dag kom reynsluleysi okkar í ljós þar sem ferðin til Japan átti að gefa okkur góða reynslu og ég vona að leikmenn mínir hafi lært eitthvað af verunni hér,“ sagði Recalcati.

 

Heimsmeistarar Serbíu og Svartfjallalands eru fallnir úr leik eftir 87-75 ósigur gegn Spánverjum. Pau Gasol var drjúgur í leiknum fyrir Spánverja og gerði 19 stig og tók 15 fráköst.

 

Argentínumenn eru komnir áfram eftir sigur gegn Nýjsjálendingum 79-62 þar sem Manu Ginobili, leikmaður San Antonio Spurs í NBA deildinni, gerði 28 stig.

 

Tyrkir komust áfram eftir sigur gegn Slóvenum 90-84 og gerði Serkan Erdogan 24 stig fyrir Tyrki.

 

Það eru því Litháen, Spánn, Argentína og Tyrkland sem komin eru áfram í 8-liða úrslit heimsmeistarakeppninnar en síðari hluti 16 liða úrslitanna fer fram á morgun og er leikjaplanið eftirfarandi:

 

Þýskaland-Nígería

Bandaríkin-Ástralía

Frakkland-Angóla

Grikkland-Kína

Fréttir
- Auglýsing -