spot_img
HomeFréttirHM: Ástralía Heimsmeistari

HM: Ástralía Heimsmeistari

21:01 

{mosimage}

Ástralir eru heimsmeistarar í kvennakörfuknattleik eftir 91-74 sigur á Rússlandi í úrslitaleik HM en mótið fór fram í Brasilíu. Bandaríkjamenn höfnuðu í 3. sæti í mótinu eftir stórsigur á heimamönnum í Brasilíu 59-99. 

Penelope Taylor fór hamförum í úrslitaleiknum í gær og gerði 28 stig fyrir Ástralíu ásamt því að taka 9 fráköst. Leikurinn var nokkuð jafn allan tímann en Ástralir höfðu yfirhöndina frá upphafi en í hálfleik var staðan 43-35 fyrir Ástralíu sem fóru svo að lokum með sigur og fögnuðu sínum fyrsta heimsmeistaratitli.  

Myndir: www.fiba.com

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -