spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHlaupa forsvarsmenn Keflavíkur 100 metrana allsnaktir?

Hlaupa forsvarsmenn Keflavíkur 100 metrana allsnaktir?

Líkt og mörg önnu félög mun Keflavík eiga við vandræði í rekstri sem fylgja heimsfaraldri Covid-19. Til þess að bregðast við því tekjutapi sem fylgir því að liðið fái enga heimaleiki í úrslitakeppninni þetta árið brugðu þeir á það ráð að selja miða á sýndaleiki í úrslitakeppninni, boli með mynd af Keflavíkurhraðlestinni og kvöldverði með sérfræðingum og goðsögnum félagsins í gegnum Karolinafund.

Nú eru aðeins fjórir dagar eftir af þessari söfnun Keflvíkinga og hafa forsvarsmenn félagsins brugðið á það ráð að reyna að selja 250 sýndarmiða, með því loforði að ef það takist frá 08:00 í morgun og til 20:00 í kvöld muni þeir hlaupa 100 metra á frjálsíþróttabrautinni í Keflavík allsnaktir í beinni útsendingu á Facebook.

Allar frekari upplýsingar er að finna hér fyrir neðan.

Hér er hlekkur á söfnunina á Karolinafund

Hér má sjá myndband sem félagið framleiddi með átakinu:

Fréttir
- Auglýsing -