Hilmar með 13 stig gegn Medipolis Jena

Hilmar Pétursson og Munster lögðu Jena í Pro A deildinni í Þýskalandi í kvöld, 71-80.

Hilmar átti ágætis leik fyrir Munster, með 13 stig, 2 fráköst og stolinn bolta á tæpum 27 mínútum spiluðum.

Eftir leikinn er Munster í 7. til 13. sæti deildarinnar með tvo sigra og tvö töp það sem af er tímabili.

Tölfræði leiks