Þetta eru liðin sem tryggðu sig áfram í 16 liða úrslit VÍS bikarkeppninnar í dag

Sex leikir fóru fram í VÍS bikarkeppnum karla og kvenna í dag.

Í VÍS bikar karla lagði Stjarnan lið Þórs í Garðabæ, Haukar höfðu betur gegn Þór á Akureyri, Höttur vann Snæfell í Stykkishólmi, Tindastóll lagði ÍR í Skógarseli og á Meistaravöllum bar Ármann sigurorð af b liði KR.

Í 32 liða úrslitum VÍS bikar kvenna var svo einn leikur þar sem að Njarðvík vann lið KR.

Útslit dagsins

VÍS bikar karla – 32 liða úrslit

Stjarnan 92 – 84 Þór

Þór Akureyri 77 – 105 Haukar

Snæfell 54 – 107 Höttur

KR B 94 – 96 Ármann

ÍR 64 – 94 Tindastóll

VÍS bikar kvenna – 32 liða úrslit

KR 55 – 86 Njarðvík