„Þetta eru semsagt nánast allt stelpur sem eru að spila í Slóvakíu og margar með Good Angels sem er lang besta liðið þar. Þjálfararnir hjá Good Angels eru síðan að þjálfa landsliðið líka,“ sagði Helena Sverrisdóttir um andstæðinga Íslands í kvöld, Slóvakíu. Viðureign þjóðanna fer fram í Laugardalshöll og hefst kl. 19:30.
Um einstaka leikmenn sagði Helena:
„Balintova er mikið efni, flottur leikstjórnandi sem er hröð og alltaf að laga skotið sitt, hún spilar fína vörn líka. Hruscak er efnilegur framherji og var valin í WNBA en var síðan „cut-uð.“
Þær eru annars með margar ungar og efnilegar og síðan nokkrar eldri og reyndari eins og Anka Jurcenkova sem er duglegur miðherji og frekar hávaxin.“
Aðspurð hvort Slóvakar væru almennt taldir sterkari en Ungverjar svaraði Helena:
„Já, þær eru vanari að spila betur á stóra sviðinu, en núna vantar hjá þeim Toliver (Kani með passa) og síðan nokkrar af eldri og reyndari stelpunum.“
Mynd/ [email protected]