spot_img
HomeFréttirHawks áfram í fyrsta sinn í áratug

Hawks áfram í fyrsta sinn í áratug

21:11:59
Atlanta Hawks svifu í kvöld inn í undanúrslit Austurdeildarinnar, til móts við Cleveland Cavaliers, með öruggum sigri á Miami Heat í oddaleik, 91-78.

Sigurinn var mun meira afgerandi en lokatölurnar gefa til kynna þar sem Hawks voru hérumbil komnir með sigurinn í hús í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Hawks komast uppúr fyrstu umferð og í fyrsta sinn sem þeir vinna 7. leik á heimavelli frá árinu 1961, þegar St. Louis Hawks, með Bob Petit í broddi fylkingar, sigraði LA Lakers.

Þetta var sjöundi leikur liðanna, en allir leikirnir voru stórsigrar. Hawks leiddu í hálfleik, 49-36 og komust mest upp í 19 stiga mun, 85-66, en eftir það var öllum aðalleikmönnum beggja liða skipt út af.

Joe Johnson, sem hefur lítið sést í þessari seríu, hrökk loks í gang og var með 27 stig, Josh Smith var með 21, Flip Murray 15 og Mike Bibby var með 11.

Hjá Miami var stigakóngurinn Dwayne Wade með 31 stig, sem flest komu þegar úrslitin voru nánast ráðin, Michael Beasley var með 17 stig og Udonis Haslem var með 14 stig og 13 fráköst áður en honum var hent út úr húsi eftir gróft ásetningsbrot á Zaza Pachulia, framherja Hawks.

Tölfræði leiksins

ÞJ

Fréttir
- Auglýsing -