spot_img
HomeFréttirHaukar unnu hraðmótið

Haukar unnu hraðmótið

13:56 

{mosimage}

 Haukar unnu hraðmót sem félagið hélt í samstarfi við danska liðið SISU en þar er Thomas nokkur Fjoldeberg þjálfari en hann þjálfaði m.a. hjá Breiðablik á síðustu leiktíð en er fluttur aftur heim til Danmerkur.  

Haukar og SISU mættust í fyrsta leik mótsins og var hann jafn og spennandi allan tímann en Haukar höfðu að lokum nauman sigur 85-83. Íslandsmeistararnir léku einnig gegn Keflavík og Grindavík. Gegn Keflavík höfðu Haukar betur 64-60 og Grindvíkinga lögðu Haukar með 10 stiga mun 52-42.

 

Úrslit mótsins:

 

Nr. Félag                   Leik  U  T   Stig    Nett Stig
 1. Haukar                     3  3  0  201:185    16    6
 2. SISU                       3  1  2  201:196     5    2
 3. UMFG                       3  1  2  163:171    -8    2
 4. Keflavík                   3  1  2  172:185   -13    2
Fréttir
- Auglýsing -